Heim arrow Fréttir
Ragnar Valsson Merki
 
Bílaklæðningar 40 ára Prenta Rafpóstur

Bílaklæðningar Fyrirtækið Bílaklæðningar/Ragnar Valsson var stofnað árið 1968 og er því 40 ára á þessu ári. Það hefur verið til húsa á sama stað að Kársnesbraut 100 frá árinu 1972. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því það var stofnað. Verkefnin voru smá til að byrja með og hóf Ragnar Valsson að klæða og smíða bíla í húsnæði að Mýrargötu við hliðina á Daníelsslipp. Flótlega óx starfssemin og fyrirtækið stækkaði og árið 1972 flutti það loks í framtíðarhúnæði á Kársnesbraut.

Fyrirtækið hefur aflað sér mikillar þekkingar á þeim fjörtíu árum sem það hefur verið starfandi. Ásamt því að sinna sérverkefnum í bólstrun og smíðum á hestakerrum og klæðningum hefur það mikla reynslu smíði á kössum á vöru- og sendibíla og að sérútbúa þá. Viðskiptavinir okkar hafa verið lengi í viðskiptum við fyrirtækið í gegnum tíðina og bjóðum við ávallt nýja viðskiptavini velkomna til okkar.

 

 

(C) 2008 Ragnar Valsson / Hönnun IceSoft Hringur