top of page

VIÐ HÖFUM STARFAÐ HÉR Í 52 ÁR !

Eins og nafnið gefur til kynna eru Bílaklæðningar fyrirtæki sem starfar við allskyns breytingar sem tilheyra yfirbyggingum, klæðningum og breytingum á bifreiðum. Um er að ræða staðlaða framleiðslu, viðgerðarþjónustu og framleiðslu að ósk hvers viðskiptavinar.  Einnig er fyrirtækið með smíði á ýmsum kerrum, m.a LEIKNIR hestakerrur, sem eru þekktar fyrir gæði og lipurð í drætti og glæsileika.

Fyrirtækið hefur um árabil verið með innflutning á hinum ýmsum vörum bæði til eigin smíða og framleiðslu og einnig til endursölu.  Má þar nefna m.a flexitora, beisli og tilheyrandi fyrir kerrur. Álefni eins og álborð. Teppi og áklæði í bíla, öryggisbelti og opnanlega glugga í kerrur. Krossvið í sér stærðum,  plastplötur  í ýmsum stærðum, vörulyftur á bíla og gúmmímottur  ofl., ofl.

Fyrirtækið hefur um árabil verið með umboð fyrir GOVAPLAST sem er gæða plast notað í gripahús og til ýmissa nota þar sem mikið mæðir á og þörf er á viðhaldsfríu efni.Heitklæðning á palla af  öllum gerðum pallbíla og  hestakerrum ásamt sendibílum og farþegabílum.  Heitklæðningin er gúmmíkennd húð sem sprautuð er heit á fleti og hefur gríðarlega viðloðun og styrkleika.  Enska heitið að efninu er “FMJ” sem stendur fyrir “Full Metal Jacket”.  Einnig  er það ávallt kallað “Some things are made to last”  sem  útskýrir styrkleika og eiginleika efnisins.

Picture1.jpg
bkl_kort.jpg
bottom of page